Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 10:52 Lögreglukonur standa vörð fyrir hús Sergei Skrípal í Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Rússneski leyniþjónustumenn báru taugaeiturs á hurðarhún. Skrípal, dóttir hans og lögreglumaður veiktust alvarlega. Enskt kona lést eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðsimennirnir skildu eftir. AP/Frank Augstein Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. Skrípal og dóttir hans Júlía veiktust alvarlega þegar þeim var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Dawn Sturgess, breska kona, lést eftir að hún komst í snertingu við leifar af eitrinu sem tilræðismennirnir skildu eftir sig í ilmvatnsflösku. Lögreglumaður veiktist einnig alvarlega. Yfirvöld á Bretlandi hafa áður tengt tvo Rússa á vegum herleyniþjónustunnar GRU við tilræðið. Þriðji maðurinn sem nú hefur verið ákærður er einnig talinn á vegum GRU. Hann heitir Denis Sergeev og er talinn hafa stýrt aðgerðinni í Salisbury. Hann hafi jafnframt verið hæst settur þrímenninganna innan GRU, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sergeev er talinn tilheyra deild 29155 sem hefur staðið fyrir skemmdarverkum, undirróðri og morðum. Búlgörsk yfirvöld telja að Sergeev hafi verið einn þriggja manna sem reyndu að eitra fyrir Emilian Gebrev, syni hans og viðskiptafélaga í Sofíu í apríl árið 2015. Fórnarlömbin veiktust en lifðu tilræðið af. Þá er Sergeev grunaður um að hafa verið í sambandið við deild innan GRU sem lagði á ráðin um valdarán í Svartfjallalandi árið 2016. Uppljóstranavefurinn Bellingcat ljóstraði upp um aðild Sergeev að Skrípal-tilræðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Hann ferðaðist til Bretlands undir dulnefninu Sergei Fedotov. Third Russian accused by UK police of involvement in 2018 attack on former double agent Sergei Skripal and his daughter Yulia in Salisbury, which left three people critically ill and one dead https://t.co/7NyShBXkIw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 21, 2021 Sakaðir um morðsamsæri og tilraun til manndráps Hinir tveir mennirnir sem bresk stjórnvöld telja að hafi staðið að taugaeiturstilræðinu í Salisbury notuðu nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Breska lögreglan segir nú í fyrsta skipti opinberlega að þeir heiti í raun og veru Anatolí Tjsepiga og Alexander Mishkin. Þeir eru taldir hafa ferðast til Salisbury í byrjun mars árið 2018 þar sem þeir mökuðu novichok á huðarhún á útidyrahurð Skrípal. Sergeev er sagður hafa haldið kyrru fyrir í London á meðan en þeir hafi hist nokkrum sinnum í borginni í kringum tilræðið. Saman eru mennirnir þrír sakaðir um samsæri um að fremja morð, tilraun til manndráps, að valda alvarlegu líkamstjóni og beitingu efnavopns. Ekki er þó hægt að ákæra þá formlega nema þeir verði handteknir. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað aðild að tilræðinu. Tsjepiga og Mishkin komu fram á rússneskri ríkissjónvarpsstöð eftir að greint hafði verið frá nöfnum þeirra opinberlega. Þar reyndu þeir að halda því fram að þeir hefðu aðeins verið ferðamenn, áhugasamir um að sjá fræga dómkirkju Salisbury. Leifar af novichok fundust á hótelherbergi félaganna en ekki í herbergi Sergeev. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að hafa átt þátt í sprengjuárás á skotfærageymslu sem vopnasalinn Gebrev notaði í Tékklandi í október árið 2014. Tveir létust í sprengingunni. Fékk hæli í Bretlandi eftir landráðadóm Skrípal var gagnnjósnari fyrir Bretlandi þegar hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma. Hann var dæmdur fyrir landráð og sendur í fangelsi. Rússnesk stjórnvöld leyfðu honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Tilgátur hafa verið uppi um að tilræðið gegn honum hafi verið hefndarverk rússneskra stjórnvalda. Fyrr í morgun komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu borið ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi njósnara, sem eitrað var fyrir með geislavirku efni í London árið 2006. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig neitað aðild að morðinu á Litvinenko sem var harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Í tíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna mætt voveiflegum örlögum. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Skrípal og dóttir hans Júlía veiktust alvarlega þegar þeim var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Dawn Sturgess, breska kona, lést eftir að hún komst í snertingu við leifar af eitrinu sem tilræðismennirnir skildu eftir sig í ilmvatnsflösku. Lögreglumaður veiktist einnig alvarlega. Yfirvöld á Bretlandi hafa áður tengt tvo Rússa á vegum herleyniþjónustunnar GRU við tilræðið. Þriðji maðurinn sem nú hefur verið ákærður er einnig talinn á vegum GRU. Hann heitir Denis Sergeev og er talinn hafa stýrt aðgerðinni í Salisbury. Hann hafi jafnframt verið hæst settur þrímenninganna innan GRU, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sergeev er talinn tilheyra deild 29155 sem hefur staðið fyrir skemmdarverkum, undirróðri og morðum. Búlgörsk yfirvöld telja að Sergeev hafi verið einn þriggja manna sem reyndu að eitra fyrir Emilian Gebrev, syni hans og viðskiptafélaga í Sofíu í apríl árið 2015. Fórnarlömbin veiktust en lifðu tilræðið af. Þá er Sergeev grunaður um að hafa verið í sambandið við deild innan GRU sem lagði á ráðin um valdarán í Svartfjallalandi árið 2016. Uppljóstranavefurinn Bellingcat ljóstraði upp um aðild Sergeev að Skrípal-tilræðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Hann ferðaðist til Bretlands undir dulnefninu Sergei Fedotov. Third Russian accused by UK police of involvement in 2018 attack on former double agent Sergei Skripal and his daughter Yulia in Salisbury, which left three people critically ill and one dead https://t.co/7NyShBXkIw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 21, 2021 Sakaðir um morðsamsæri og tilraun til manndráps Hinir tveir mennirnir sem bresk stjórnvöld telja að hafi staðið að taugaeiturstilræðinu í Salisbury notuðu nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Breska lögreglan segir nú í fyrsta skipti opinberlega að þeir heiti í raun og veru Anatolí Tjsepiga og Alexander Mishkin. Þeir eru taldir hafa ferðast til Salisbury í byrjun mars árið 2018 þar sem þeir mökuðu novichok á huðarhún á útidyrahurð Skrípal. Sergeev er sagður hafa haldið kyrru fyrir í London á meðan en þeir hafi hist nokkrum sinnum í borginni í kringum tilræðið. Saman eru mennirnir þrír sakaðir um samsæri um að fremja morð, tilraun til manndráps, að valda alvarlegu líkamstjóni og beitingu efnavopns. Ekki er þó hægt að ákæra þá formlega nema þeir verði handteknir. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað aðild að tilræðinu. Tsjepiga og Mishkin komu fram á rússneskri ríkissjónvarpsstöð eftir að greint hafði verið frá nöfnum þeirra opinberlega. Þar reyndu þeir að halda því fram að þeir hefðu aðeins verið ferðamenn, áhugasamir um að sjá fræga dómkirkju Salisbury. Leifar af novichok fundust á hótelherbergi félaganna en ekki í herbergi Sergeev. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að hafa átt þátt í sprengjuárás á skotfærageymslu sem vopnasalinn Gebrev notaði í Tékklandi í október árið 2014. Tveir létust í sprengingunni. Fékk hæli í Bretlandi eftir landráðadóm Skrípal var gagnnjósnari fyrir Bretlandi þegar hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma. Hann var dæmdur fyrir landráð og sendur í fangelsi. Rússnesk stjórnvöld leyfðu honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Tilgátur hafa verið uppi um að tilræðið gegn honum hafi verið hefndarverk rússneskra stjórnvalda. Fyrr í morgun komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu borið ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi njósnara, sem eitrað var fyrir með geislavirku efni í London árið 2006. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig neitað aðild að morðinu á Litvinenko sem var harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Í tíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna mætt voveiflegum örlögum.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05
Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00