Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 10:52 Lögreglukonur standa vörð fyrir hús Sergei Skrípal í Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Rússneski leyniþjónustumenn báru taugaeiturs á hurðarhún. Skrípal, dóttir hans og lögreglumaður veiktust alvarlega. Enskt kona lést eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðsimennirnir skildu eftir. AP/Frank Augstein Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. Skrípal og dóttir hans Júlía veiktust alvarlega þegar þeim var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Dawn Sturgess, breska kona, lést eftir að hún komst í snertingu við leifar af eitrinu sem tilræðismennirnir skildu eftir sig í ilmvatnsflösku. Lögreglumaður veiktist einnig alvarlega. Yfirvöld á Bretlandi hafa áður tengt tvo Rússa á vegum herleyniþjónustunnar GRU við tilræðið. Þriðji maðurinn sem nú hefur verið ákærður er einnig talinn á vegum GRU. Hann heitir Denis Sergeev og er talinn hafa stýrt aðgerðinni í Salisbury. Hann hafi jafnframt verið hæst settur þrímenninganna innan GRU, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sergeev er talinn tilheyra deild 29155 sem hefur staðið fyrir skemmdarverkum, undirróðri og morðum. Búlgörsk yfirvöld telja að Sergeev hafi verið einn þriggja manna sem reyndu að eitra fyrir Emilian Gebrev, syni hans og viðskiptafélaga í Sofíu í apríl árið 2015. Fórnarlömbin veiktust en lifðu tilræðið af. Þá er Sergeev grunaður um að hafa verið í sambandið við deild innan GRU sem lagði á ráðin um valdarán í Svartfjallalandi árið 2016. Uppljóstranavefurinn Bellingcat ljóstraði upp um aðild Sergeev að Skrípal-tilræðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Hann ferðaðist til Bretlands undir dulnefninu Sergei Fedotov. Third Russian accused by UK police of involvement in 2018 attack on former double agent Sergei Skripal and his daughter Yulia in Salisbury, which left three people critically ill and one dead https://t.co/7NyShBXkIw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 21, 2021 Sakaðir um morðsamsæri og tilraun til manndráps Hinir tveir mennirnir sem bresk stjórnvöld telja að hafi staðið að taugaeiturstilræðinu í Salisbury notuðu nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Breska lögreglan segir nú í fyrsta skipti opinberlega að þeir heiti í raun og veru Anatolí Tjsepiga og Alexander Mishkin. Þeir eru taldir hafa ferðast til Salisbury í byrjun mars árið 2018 þar sem þeir mökuðu novichok á huðarhún á útidyrahurð Skrípal. Sergeev er sagður hafa haldið kyrru fyrir í London á meðan en þeir hafi hist nokkrum sinnum í borginni í kringum tilræðið. Saman eru mennirnir þrír sakaðir um samsæri um að fremja morð, tilraun til manndráps, að valda alvarlegu líkamstjóni og beitingu efnavopns. Ekki er þó hægt að ákæra þá formlega nema þeir verði handteknir. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað aðild að tilræðinu. Tsjepiga og Mishkin komu fram á rússneskri ríkissjónvarpsstöð eftir að greint hafði verið frá nöfnum þeirra opinberlega. Þar reyndu þeir að halda því fram að þeir hefðu aðeins verið ferðamenn, áhugasamir um að sjá fræga dómkirkju Salisbury. Leifar af novichok fundust á hótelherbergi félaganna en ekki í herbergi Sergeev. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að hafa átt þátt í sprengjuárás á skotfærageymslu sem vopnasalinn Gebrev notaði í Tékklandi í október árið 2014. Tveir létust í sprengingunni. Fékk hæli í Bretlandi eftir landráðadóm Skrípal var gagnnjósnari fyrir Bretlandi þegar hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma. Hann var dæmdur fyrir landráð og sendur í fangelsi. Rússnesk stjórnvöld leyfðu honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Tilgátur hafa verið uppi um að tilræðið gegn honum hafi verið hefndarverk rússneskra stjórnvalda. Fyrr í morgun komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu borið ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi njósnara, sem eitrað var fyrir með geislavirku efni í London árið 2006. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig neitað aðild að morðinu á Litvinenko sem var harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Í tíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna mætt voveiflegum örlögum. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Skrípal og dóttir hans Júlía veiktust alvarlega þegar þeim var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Dawn Sturgess, breska kona, lést eftir að hún komst í snertingu við leifar af eitrinu sem tilræðismennirnir skildu eftir sig í ilmvatnsflösku. Lögreglumaður veiktist einnig alvarlega. Yfirvöld á Bretlandi hafa áður tengt tvo Rússa á vegum herleyniþjónustunnar GRU við tilræðið. Þriðji maðurinn sem nú hefur verið ákærður er einnig talinn á vegum GRU. Hann heitir Denis Sergeev og er talinn hafa stýrt aðgerðinni í Salisbury. Hann hafi jafnframt verið hæst settur þrímenninganna innan GRU, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sergeev er talinn tilheyra deild 29155 sem hefur staðið fyrir skemmdarverkum, undirróðri og morðum. Búlgörsk yfirvöld telja að Sergeev hafi verið einn þriggja manna sem reyndu að eitra fyrir Emilian Gebrev, syni hans og viðskiptafélaga í Sofíu í apríl árið 2015. Fórnarlömbin veiktust en lifðu tilræðið af. Þá er Sergeev grunaður um að hafa verið í sambandið við deild innan GRU sem lagði á ráðin um valdarán í Svartfjallalandi árið 2016. Uppljóstranavefurinn Bellingcat ljóstraði upp um aðild Sergeev að Skrípal-tilræðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Hann ferðaðist til Bretlands undir dulnefninu Sergei Fedotov. Third Russian accused by UK police of involvement in 2018 attack on former double agent Sergei Skripal and his daughter Yulia in Salisbury, which left three people critically ill and one dead https://t.co/7NyShBXkIw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 21, 2021 Sakaðir um morðsamsæri og tilraun til manndráps Hinir tveir mennirnir sem bresk stjórnvöld telja að hafi staðið að taugaeiturstilræðinu í Salisbury notuðu nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Breska lögreglan segir nú í fyrsta skipti opinberlega að þeir heiti í raun og veru Anatolí Tjsepiga og Alexander Mishkin. Þeir eru taldir hafa ferðast til Salisbury í byrjun mars árið 2018 þar sem þeir mökuðu novichok á huðarhún á útidyrahurð Skrípal. Sergeev er sagður hafa haldið kyrru fyrir í London á meðan en þeir hafi hist nokkrum sinnum í borginni í kringum tilræðið. Saman eru mennirnir þrír sakaðir um samsæri um að fremja morð, tilraun til manndráps, að valda alvarlegu líkamstjóni og beitingu efnavopns. Ekki er þó hægt að ákæra þá formlega nema þeir verði handteknir. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað aðild að tilræðinu. Tsjepiga og Mishkin komu fram á rússneskri ríkissjónvarpsstöð eftir að greint hafði verið frá nöfnum þeirra opinberlega. Þar reyndu þeir að halda því fram að þeir hefðu aðeins verið ferðamenn, áhugasamir um að sjá fræga dómkirkju Salisbury. Leifar af novichok fundust á hótelherbergi félaganna en ekki í herbergi Sergeev. Þeir hafa einnig verið sakaðir um að hafa átt þátt í sprengjuárás á skotfærageymslu sem vopnasalinn Gebrev notaði í Tékklandi í október árið 2014. Tveir létust í sprengingunni. Fékk hæli í Bretlandi eftir landráðadóm Skrípal var gagnnjósnari fyrir Bretlandi þegar hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma. Hann var dæmdur fyrir landráð og sendur í fangelsi. Rússnesk stjórnvöld leyfðu honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Tilgátur hafa verið uppi um að tilræðið gegn honum hafi verið hefndarverk rússneskra stjórnvalda. Fyrr í morgun komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu borið ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi njósnara, sem eitrað var fyrir með geislavirku efni í London árið 2006. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig neitað aðild að morðinu á Litvinenko sem var harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Í tíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna mætt voveiflegum örlögum.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05
Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Yfirvöld í Tékklandi hafa rakið stóra sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014 til umdeildrar deildar rússneskrar leyniþjónustu sem hefur verið sökuð um banatilræði og skemmdarverk í Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að svara fyrir sig og reka erindreka Tékklands úr landi. 18. apríl 2021 22:00