Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 10:22 Frá æfingu taívanskra hermanna. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira