Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 10:37 Rose Wanyua heldur á mynd af systur sinni, Agnesi Wanjiru. epa/Daniel Irungu Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá. Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá.
Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira