COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 13:19 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum. Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum.
Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16