COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 13:19 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum. Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum.
Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16