Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 14:12 Glenn Youngkin, verðandi ríkisstjóri Virginíu. AP/Andrew Harnik Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira