Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 08:10 Mörgum þótti farið mjúkum höndum um hertogahjónin í Finding Freedom. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar. Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira