Andrew, sem var ríkisstjóri New York, sagði af sér í ágúst síðastliðnum en Chris hafði þá þegar verið gagnrýndur fyrir að brjóta gegn siðareglum blaðamanna með afskiptum sínum af málinu.
Talsmenn CNN segja gögn sem saksóknaraembættið birti á mánudag hins vegar benda til þess að sú aðstoð sem Chris veitti eldri bróður sínum hafi verið mun umfangsmeiri en áður var talið.
Chris hafði áður viðurkennt að hafa veitt starfsmönnum Andrew ráðgjöf og stjórnendur CNN sögðust skilja að hann væri í erfiðri stöðu.
Nú væri hins vegar komið í ljós að aðkoma hans hefði verið mun meiri en þeir töldu en í gögnunum er meðal annars að finna fjölda tölvupósta þar sem Chris biðlar til starfsmanna Andrew um að fá að hjálpa til og býðst til að setja sig í samband við aðra fréttamiðla til að afla upplýsinga um nýjar ásakanir á hendur bróður sínum.