Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2021 14:00 Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun