Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 20:16 Frá Vilníus, höfuðborg Litháens. AP/Mindaugas Kulbis Ríkisstjórn Litháens hefur kallað erindreka sína og sendiráðsstarfsmenn í Kína heim og segir að sendiráðið í Kína verði starfrækt með fjarvinnu um óákveðinn tíma. Samband ríkjanna hefur beðið mikla hnekki eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen. Alls hafa nítján Litháar yfirgefið Kína, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Heimildarmaður fréttaveitunnar í Litháen sagði fólkið hafa flúið frá Kína vegna ógnana. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Nýja skrifstofan í Litháaen ber nafn Taívans. Í síðustu viku kom svo í ljóst að ráðamenn í Kína hefðu sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sendiherra Litháens í Kína var kallaður heim í september, að kröfu stjórnvalda í Kína. Heimildarmenn Financial Times segja að stjórnvöld í Kína hafi krafist þess að erindrekar Litháens í Kína færu í utanríkisráðuneyti Kína og afhentu skilríki þeirra svo hægt væri að draga úr pólitískri stöðu þeirra í Kína. Litháar óttuðust að með því myndu erindrekar þeirra missa friðhelgi í Kína og gætu verið handteknir og því væri öryggi þeirra í hættu. Taívanar hafa farið fögrum orðum um Litháa og hrósað þeim og ríkisstjórn landsins fyrir ákvarðanatöku þeirra. Ríkisstjórn landsins hefur kallað eftir því að fyrirtæki í Taívan auki tengsl sín við Litháaen. Litháen Kína Taívan Tengdar fréttir Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Alls hafa nítján Litháar yfirgefið Kína, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Heimildarmaður fréttaveitunnar í Litháen sagði fólkið hafa flúið frá Kína vegna ógnana. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Nýja skrifstofan í Litháaen ber nafn Taívans. Í síðustu viku kom svo í ljóst að ráðamenn í Kína hefðu sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sendiherra Litháens í Kína var kallaður heim í september, að kröfu stjórnvalda í Kína. Heimildarmenn Financial Times segja að stjórnvöld í Kína hafi krafist þess að erindrekar Litháens í Kína færu í utanríkisráðuneyti Kína og afhentu skilríki þeirra svo hægt væri að draga úr pólitískri stöðu þeirra í Kína. Litháar óttuðust að með því myndu erindrekar þeirra missa friðhelgi í Kína og gætu verið handteknir og því væri öryggi þeirra í hættu. Taívanar hafa farið fögrum orðum um Litháa og hrósað þeim og ríkisstjórn landsins fyrir ákvarðanatöku þeirra. Ríkisstjórn landsins hefur kallað eftir því að fyrirtæki í Taívan auki tengsl sín við Litháaen.
Litháen Kína Taívan Tengdar fréttir Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48
Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30