Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 09:56 Tenniskonan Peng Shuai segist vera frjáls ferða sinna í nýju myndbandi en aðilmum utan Kína hefur ekki tekist að ná sambandi við hana í margar vikur. AP/Andy Brownbill Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun. Myndbandið á að hafa verið tekið upp í gærkvöldi og í því segist Peng hafa verið heima að undanförnu og að hún sé frjáls ferða sinna. Hún staðhæfir einnig að hún hafi aldrei sagt að á henni hefði verið brotið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í myndbandinu segir Peng að mögulega hafi fólk misskilið hana. Hvarf eftir birtingu færslu Blaðamaðurinn sem tók viðtal við hana spurði hana ekki nánar út í langa samfélagsmiðlafærslu sem birtist á Weibo-síðu hennar í nóvember. Þar sakaði Peng Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Peng sjálf virtist hverfa og sást ekki um nokkurn tíma. Hún sást svo á myndum ræða við forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar í myndsímtali en vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Kína í febrúar. Forsvarsmennirnir voru þó harðlega gagnrýndir fyrir að opinbera ekkert um samtalið og það hvernig því var komið á og hvort það var í gegnum kínverska ríkið, því engum öðrum hefði tekist að ná sambandi við hana. Alþjóðatennissamband kvenna, WTA, aflýsti í kjölfarið öllum mótum í Kína. Tekið á kynningarviðburði fyrir ólympíuleikanna Lianhe Zaobao segir að viðtalið við Peng hafi verið tekið á kynningarviðburði fyrir vetrarólympíuleikana. Á því má einnig sjá körfuboltamanninn Yao Ming og aðra kínverska íþróttamenn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, tjáði sig um myndbandið á Twitter og sagði það eingöngu auka áhyggjur hans af stöðu hennar. Only deepening concerns about the pressure to which the Chinese government is subjecting her, tennis star Peng Shuai now claims she never accused anyone of sexually assaulting her -- after having clearly accused a senior Chinese official of precisely that. https://t.co/VRo6rBnmF4 pic.twitter.com/fSjgwMJk3Z— Kenneth Roth (@KenRoth) December 19, 2021 Peng er einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Sjá einnig: MeToo mætt af hörku í Kína Talsmaður WTA sagði New York Times að sambandinu hefði enn ekki náð sambandi við Peng og krefjast þau þess enn að ásakanir hennar verði rannsakaðar. Kína MeToo Tennis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. 6. desember 2021 14:34 Aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfs Peng Shuai Öllum mótum á vegum WTA, Alþjóðatennissamband kvenna, sem fram áttu að fara í Kína hefur verið aflýst vegna áhyggju sambandsins af tenniskonunni Peng Shuai. 1. desember 2021 20:25 Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar ræddu við kínversku tenniskonuna Peng Shuai í gegn um myndbandssímtal í hálftíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. 21. nóvember 2021 22:54 Segja Peng Shuai hafa verið á tennismóti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum. 21. nóvember 2021 08:03 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Myndbandið á að hafa verið tekið upp í gærkvöldi og í því segist Peng hafa verið heima að undanförnu og að hún sé frjáls ferða sinna. Hún staðhæfir einnig að hún hafi aldrei sagt að á henni hefði verið brotið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í myndbandinu segir Peng að mögulega hafi fólk misskilið hana. Hvarf eftir birtingu færslu Blaðamaðurinn sem tók viðtal við hana spurði hana ekki nánar út í langa samfélagsmiðlafærslu sem birtist á Weibo-síðu hennar í nóvember. Þar sakaði Peng Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Peng sjálf virtist hverfa og sást ekki um nokkurn tíma. Hún sást svo á myndum ræða við forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar í myndsímtali en vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Kína í febrúar. Forsvarsmennirnir voru þó harðlega gagnrýndir fyrir að opinbera ekkert um samtalið og það hvernig því var komið á og hvort það var í gegnum kínverska ríkið, því engum öðrum hefði tekist að ná sambandi við hana. Alþjóðatennissamband kvenna, WTA, aflýsti í kjölfarið öllum mótum í Kína. Tekið á kynningarviðburði fyrir ólympíuleikanna Lianhe Zaobao segir að viðtalið við Peng hafi verið tekið á kynningarviðburði fyrir vetrarólympíuleikana. Á því má einnig sjá körfuboltamanninn Yao Ming og aðra kínverska íþróttamenn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, tjáði sig um myndbandið á Twitter og sagði það eingöngu auka áhyggjur hans af stöðu hennar. Only deepening concerns about the pressure to which the Chinese government is subjecting her, tennis star Peng Shuai now claims she never accused anyone of sexually assaulting her -- after having clearly accused a senior Chinese official of precisely that. https://t.co/VRo6rBnmF4 pic.twitter.com/fSjgwMJk3Z— Kenneth Roth (@KenRoth) December 19, 2021 Peng er einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Sjá einnig: MeToo mætt af hörku í Kína Talsmaður WTA sagði New York Times að sambandinu hefði enn ekki náð sambandi við Peng og krefjast þau þess enn að ásakanir hennar verði rannsakaðar.
Kína MeToo Tennis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. 6. desember 2021 14:34 Aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfs Peng Shuai Öllum mótum á vegum WTA, Alþjóðatennissamband kvenna, sem fram áttu að fara í Kína hefur verið aflýst vegna áhyggju sambandsins af tenniskonunni Peng Shuai. 1. desember 2021 20:25 Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar ræddu við kínversku tenniskonuna Peng Shuai í gegn um myndbandssímtal í hálftíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. 21. nóvember 2021 22:54 Segja Peng Shuai hafa verið á tennismóti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum. 21. nóvember 2021 08:03 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. 6. desember 2021 14:34
Aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfs Peng Shuai Öllum mótum á vegum WTA, Alþjóðatennissamband kvenna, sem fram áttu að fara í Kína hefur verið aflýst vegna áhyggju sambandsins af tenniskonunni Peng Shuai. 1. desember 2021 20:25
Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar ræddu við kínversku tenniskonuna Peng Shuai í gegn um myndbandssímtal í hálftíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. 21. nóvember 2021 22:54
Segja Peng Shuai hafa verið á tennismóti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum. 21. nóvember 2021 08:03
Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent