Heilbrigðisvandamálið fíknisjúkdómar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. desember 2021 07:31 Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun