Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:04 Andrés prins hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Dan Kitwood/Getty Images) Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Lögmenn á vegum Andrésar prins og Giuffre takast nú á um gildi þessa samkomulags fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Lögmenn Andrésar vilja meina að samkomulagið útiloki það að Giuffre geti sótt mál á hendur honum. Lögfræðingar hennar segja hins vegar að samkomulagið sé óviðkomandi málarekstri hennar á hendur prinsinum. Í frétt BBC segir að samkomulagið hafi verið gert árið 2009, þegar Giuffre höfðaði mál á hendur Epstein fyrir kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Málið fór hins vegar aldrei fyrir dómstóla vegna samkomulagsins. Á það að hafa hljóðað upp á greiðslu fimm hundruð þúsund punda, um 65 milljóna króna á gengi dagsins í dag, í skiptum fyrir að halda málinu gegn Epstein, og öðrum mögulegum sakborningum, ekki til streitu. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Tekist verður á um gildi samkomulagsins fyrir dómstóli í New York á morgun. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Lögmenn á vegum Andrésar prins og Giuffre takast nú á um gildi þessa samkomulags fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Lögmenn Andrésar vilja meina að samkomulagið útiloki það að Giuffre geti sótt mál á hendur honum. Lögfræðingar hennar segja hins vegar að samkomulagið sé óviðkomandi málarekstri hennar á hendur prinsinum. Í frétt BBC segir að samkomulagið hafi verið gert árið 2009, þegar Giuffre höfðaði mál á hendur Epstein fyrir kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Málið fór hins vegar aldrei fyrir dómstóla vegna samkomulagsins. Á það að hafa hljóðað upp á greiðslu fimm hundruð þúsund punda, um 65 milljóna króna á gengi dagsins í dag, í skiptum fyrir að halda málinu gegn Epstein, og öðrum mögulegum sakborningum, ekki til streitu. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Tekist verður á um gildi samkomulagsins fyrir dómstóli í New York á morgun.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59