Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 09:14 Japanir hafa aukið fjárútlát til varnarmála töluvert á undanförnum árum. AP/Eugene Hoshiko Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022 Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022
Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira