Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 15:44 Úkraínski herinn æfir nú stíft. AP Photo/Andrew Marienko Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. Talið er að Rússar hafi þegar komið 100 þúsund hermönnum í grennd við landamæri Úkraínu og Rússlands, auk tilheyrandi hergagna. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa leitað logandi ljósi að leiðum til að draga úr spennu á svæðinu. Rússar hafa neitað fyrir það að innrás sé yfirvofandi. Bandarískir embættismenn hafa þó dregið það í efa. Þannig hvatti Joe Biden Bandaríkjaforseti samborgara sína sem kunna að vera staddir í Úkraínu þessa stundina til að yfirgefa ríkið hið snarasta. Gervihnattamyndir sem Reuters birtir sýna að Rússar eru enn að byggja upp herafla sinn í grennd við landamærin. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þróunin sé varasöm. „Við erum í þeim glugga að við gætum séð innrás Rússa hefjast á hvaða tíma sem er og svo ég tali hreint út, það gæti gerst á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir,“ sagði Blinken. Þar vísaði Blinken í Vetrarólympíuleikana sem nú eru haldnir í Peking í Kína. Þeim lýkur 20. febrúar næstkomandi. Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa talað fyrir því að þau geti ekki sætt sig við að Úkraína geti á einhverjum tímapunkti gerst aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar sagt að Úkraína sé fullvalda ríki og að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína gerist NATO-aðili í framtíðinni. Bandaríkin Rússland Hernaður Hvíta-Rússland NATO Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Talið er að Rússar hafi þegar komið 100 þúsund hermönnum í grennd við landamæri Úkraínu og Rússlands, auk tilheyrandi hergagna. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa leitað logandi ljósi að leiðum til að draga úr spennu á svæðinu. Rússar hafa neitað fyrir það að innrás sé yfirvofandi. Bandarískir embættismenn hafa þó dregið það í efa. Þannig hvatti Joe Biden Bandaríkjaforseti samborgara sína sem kunna að vera staddir í Úkraínu þessa stundina til að yfirgefa ríkið hið snarasta. Gervihnattamyndir sem Reuters birtir sýna að Rússar eru enn að byggja upp herafla sinn í grennd við landamærin. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þróunin sé varasöm. „Við erum í þeim glugga að við gætum séð innrás Rússa hefjast á hvaða tíma sem er og svo ég tali hreint út, það gæti gerst á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir,“ sagði Blinken. Þar vísaði Blinken í Vetrarólympíuleikana sem nú eru haldnir í Peking í Kína. Þeim lýkur 20. febrúar næstkomandi. Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa talað fyrir því að þau geti ekki sætt sig við að Úkraína geti á einhverjum tímapunkti gerst aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar sagt að Úkraína sé fullvalda ríki og að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína gerist NATO-aðili í framtíðinni.
Bandaríkin Rússland Hernaður Hvíta-Rússland NATO Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03
Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent