Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945 Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 10:12 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað. Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí. Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Þetta sagði Johnson í samtali við BBC í München, þar sem hann er staddur á öryggisráðstefnu. Hann sagði einnig að þær upplýsingar sem hann hefði bentu til þess að Rússar væru að skipuleggja innrás með því markmiði að umkringja Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Johnson sagði að slík innrás myndi leiða til mikilla hörmunga og fjölmargra dauðsfalla. Yfirvöld í Bandaríkjunum áætla að um 170 til 190 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þessar tölur innihalda einnig aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu en þeir eru hliðhollir Rússlandi. Sjá einnig: Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynnti í morgun að rússneskir hermenn, sem hafa verið í landinu við æfingar, verði þar lengur. „Ég er hræddur um að áætlunin sem við sjáum sé eitthvað sem gæti orðið mesta stríð í Evrópu frá 1945, með tilliti til umfangs,“ sagði Johnson við BBC. Hann sagði þar að auki að ef til innrásar kæmi, þá yrðu Rússar beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum. Meðal annars kæmi til greina að skera á aðgang Rússar að dölum og pundum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að einnig yrði skrúfað fyrir aðgengi Rússa að fjármálamörkuðum í Evrópu og lokað á aðgang þeirra að ýmsum hátæknivörum. Hún sagði að „hættulegar pælingar Kreml“ gætu kostað Rússland mikla hagsæld, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað þjóðaröryggisráð sitt á fund í dag en ráðamenn vestanhafs hafa sagt að Rússar séu tilbúnir til innrásar í Úkraínu. Vill refsiaðgerðir strax Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, var einnig staddur í München í gær þar sem hann gangrýndi vestuveldin svokölluðu fyrir aðgerðarleysi. Í ávarpi sínu á öryggisráðstefnunni spurði Selenskí eftir hverju þeir væru eiginlega að bíða. „Við þurfum ekki refsiaðgerðir ykkar eftir að hagkerfi okkar hrynur og hlutar lands okkar eru hersetnir,“ sagði Selenskí.
Úkraína Bretland Rússland Bandaríkin Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03