Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2022 14:31 Grunur leikur á að salmonellusmit í Evrópu megi rekja til spænskra eggjabúa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst. Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst.
Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01