Þegar grunnskólakennarar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og annað fólk samþykkir ofbeldi gegn barni Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 17:30 Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að kennara voru dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar má segja að samfélagið hafi skipst í tvær fylkingar; með og á móti ofbeldi gegn barni. Af málinu og umræðunni á samfélagsmiðlum geta börnin okkar dregið þann lærdóm að: 1.Þú mátt beita barn ofbeldi ef þér finnst samkvæmt huglægu mati barnið eiga það skilið. 2.Það er í lagi að sýna dónaskap og vanvirðingu á samfélagsmiðlum Kommentin eru óvægin og fjalla í hnotskurn um illa uppalið barn, óhæfa foreldra og rétt kennarans til þess að slá barnið. Sem betur fer eru margir í skólasamfélaginu óhressir með þessa umræðu en þó er sumt af því fólki sem líkar við færslurnar fólk sem starfar með börnum. Leik- og grunnskólakennarar, stuðningsfulltrúar, félagsráðgjafar og fleira fólk sem umgengst börn alla daga. Í nýlegum pistli fjallar formaður grunnskólakennara um að sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi og að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Við ættum kannski að byrja hér. Í kommentakerfum fjölmiðla. Er þetta ásættanleg framkoma fullorðins fólks og þar á meðal starfsmanna skólasamfélagsins? Eftir að netverjar fengu útrás fyrir þá skoðun sína að barnið hafi verið óalandi og óferjandi kom í ljós að um ræðir barn sem hefur glímt við mikla vanlíðan og var m.a. með áverka á úlnlið eftir sjálfsskaða. Úlnliðinn sem kennarinn greip um. Að öllum líkindum hefur þetta barn ekki fengið nauðsynlega þjónustu vegna brotalama í kerfinu og biðlistastefnu stjórnvalda. Og lögfræðingur kennarans sem einnig starfar sem lögfræðingur félags grunnskólakennara hafði alveg örugglega vitneskju um stöðu þessa nemanda. Þrátt fyrir það er rituð frétt á vefsíðu félags grunnskólakennara með tilvísun í dóminn þar sem kemur fram einhliða umfjöllun um agavandamál nemandans. Er það sú virðing sem formaður félags grunnskólakennara vill að samfélagið læri að sýna? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun