Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 16:39 Úkraínskir landamæraverðir við eftirlitsstöð mitt á milli yfirráðasvæðis úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35