Hleypa lofti úr dekkjum í skjóli nætur í þágu loftslagsbaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 11:22 Mynd sem hópurinn birti á dögunum þar sem sjá má félagsmann skera á dekk jepplings. Tyre Estinghuisers Hópur breskra aðgerðasinna í loftslagsmálum hefur gripið til þeirra ráða að hleypa lofti úr dekkjum hundruð jeppa og jepplinga í stórborgum Bretlands. Hópurinn vill útrýma slíkum bílum á þéttbýlum svæðum. Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira