Til félaga í Eflingu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 22. apríl 2022 17:31 Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun