Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 15:55 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir reglurnar um vöruflutninga og viðskipti eftir Brexit ljón í vegi stjórnarmyndunar á Norður-Írlandi. AP/Alastair Grant Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar. Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar.
Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira