Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:12 Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Getty/Igor Kutyaev Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira