Rekja eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum til mengunar Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 06:00 Kona heldur fyrir vit sér með vasaklút í mengunarþoku í Teheran, höfuðborg Írans. Ótímabær dauðsföll vegna mengunar eru flest í löndum þar sem þjóðartekjur eða lágar eða í meðallagi í heiminum. Vísir/EPA Léleg loftgæði, mengað vatn og eituefnamengun drepur fleiri jarðarbúa árlega en stríð, hryðjuverk, bílslys, malaría, fíkniefni og áfengi. Í nýrri rannsókn eru eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum rakin til mengunar. Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller. Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Alls létust níu milljónir manna af völdum mengunar í heiminum árið 2015 samkvæmt grein sem birtist í læknaritinu Lancet Planetary Health. Mengun sé stærsta umhverfisógnin hvað varðar sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Um 90% dauðsfallanna á sér stað í lág- og millitekjulöndum. Loftmengun er orsök meirihluta dauðsfallanna, alls 6,7 milljóna þeirra. Um 1,4 milljónir manna létust af völdum mengaðs vatns en blýmengun dró rúmlega milljón manna til dauða, að því er segir í frétt Washington Post. Fjöldi dauðsfalla af völdum mengunar hefur haldið meira eða minna óbreyttur undanfarin fimm ár en orsakirnar eru sagðar hafa breyst. Áður fyrr hafi flest dauðsföll vegna mengunar verið vegna lélegra loftgæða innandyra og á heimilum, fyrst og fremst vegna fíns svifryks frá eldstæðum innandyra. Eins hafi mengað vatn og óhreinsað skólp kostað milljónir mannslífa. Slíkum dauðsföllum hefur fækkað undanfarin ár þar mörg heimili á Indlandi og í Kína hafa skipt yfir í gas til eldamennsku. Á hinn bóginn hefur þeim sem látast af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti og blýeitrunar fjölgað um 66% á tveimur áratugum. Í greininni kemur fram að Bandaríkin og mörg Evrópulönd hafi dregið úr fjárhagslegu tapi sem tengist dauðsföllum af völdum mengunar með því að setja reglur um mengun og með því að færa iðnaðarframleiðslu til snauðari landa. Richard Fuller, aðalhöfundur greinarinnar, segir að dauðsföll vegna mengunar haldi áfram vegna þess hversu litla athygli þau fá. „Það er ekki mikil hneykslun vegna mengunar jafnvel þó að klárlega sé það gríðarlegt áhyggjuefni að níu milljóni manna deyi á einu ári,“ segir Fuller.
Umhverfismál Loftslagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira