Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. maí 2022 11:37 Ljóst er að Svíar og Finnar munu þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá samþykki frá Tyrkjum. epa/Stephanie Lecocq Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Fréttaveitan hefur eftir forsetanum að ríkin fái ekki aðild nema ef þau framselja „hryðjuverkamenn“ innan landamæra sinna. Erdogan sagði í ræðu sem hann hélt fyrir þingmenn AK-flokksins að Tyrkjum bæri að vernda landamæri sín fyrir árásum frá hryðjuverkasamtökum. Stækkun Nató hefði þá aðeins þýðingu fyrir Tyrkland ef tekið væri tillit til andmæla þeirra. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sakað Svía og Finna um að skjóta skjólshúsi yfir einstaklinga sem þau segja tengjast hópum sem Tyrkir álíta hryðjuverkahópa, til að mynda PKK og fylgjendur Fethullah Gulen. Fjölmiðlar í landinu sögðu frá því á mánudag að Svíar og Finnar hefðu neitað að framselja 33 einstaklinga sem tilheyrðu þessum hópum, líkt og Tyrkir hefðu farið fram á. „Þið viljið ekki afhenda okkur hryðjuverkamennina en þið biðjið okkur um aðild að Nató? Nató er vettvangur til að tryggja öryggi, bandalag um öryggi. Þannig getum við ekki sagt já við því að öryggisbandalagið sé svipt öryggi,“ sagði forsetinn. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Fréttaveitan hefur eftir forsetanum að ríkin fái ekki aðild nema ef þau framselja „hryðjuverkamenn“ innan landamæra sinna. Erdogan sagði í ræðu sem hann hélt fyrir þingmenn AK-flokksins að Tyrkjum bæri að vernda landamæri sín fyrir árásum frá hryðjuverkasamtökum. Stækkun Nató hefði þá aðeins þýðingu fyrir Tyrkland ef tekið væri tillit til andmæla þeirra. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sakað Svía og Finna um að skjóta skjólshúsi yfir einstaklinga sem þau segja tengjast hópum sem Tyrkir álíta hryðjuverkahópa, til að mynda PKK og fylgjendur Fethullah Gulen. Fjölmiðlar í landinu sögðu frá því á mánudag að Svíar og Finnar hefðu neitað að framselja 33 einstaklinga sem tilheyrðu þessum hópum, líkt og Tyrkir hefðu farið fram á. „Þið viljið ekki afhenda okkur hryðjuverkamennina en þið biðjið okkur um aðild að Nató? Nató er vettvangur til að tryggja öryggi, bandalag um öryggi. Þannig getum við ekki sagt já við því að öryggisbandalagið sé svipt öryggi,“ sagði forsetinn.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira