Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 14:46 Álver Alcoa í Reyðarfirði er stærsti losandinn á Íslandi sem heyrir undir viðskptakerfi ESB með losunarheimildir. Öll fyrirtækin sem heyra undir það á Íslandi þurftu að kaupa sér heimildir umfram þær sem þau fengu úthlutað í fyrra. Vísir/Arnar Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52