„Þetta er sigur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 21:27 Volodímir Selenskí er forseti Úkraínu. Ukrainian Presidential Press Office via AP Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði þeim tíðindum sem bárust í dag um að Úkraína væri formlega orðið umsóknarríki að aðild að Evrópusambandinu. „Þetta er sigur,“ sagði Selenskí, í stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram, skömmu eftir að þær fréttir brutust út að leiðtogaráð Evrópusambandsins hafði samþykkt að gera Úkraínu og Moldóvu formlega að umsóknarríkjum. Sagði Selenskí að Úkraína hefði beðið í þrjátíu ár eftir þessum tíðindum. Úkraína hefur á undanförnum árum reynt að halla sér nær Vesturlöndunum. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að Úkraína sendi inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Nú þegar stofnanir Evrópusambandsins hafa formlega viðurkennt umsókn Úkraínu geta viðræður um inngöngu hafist. Þær munu þó taka sinn tíma. Engu að síður virtist Selenskí afar kátur í myndbandinu. „Við getum sigrað óvininn, endurbyggt Úkraínu, gengið í Evrópusambandið. Og þá getum við hvílst,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu. 23. júní 2022 18:58 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Þetta er sigur,“ sagði Selenskí, í stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram, skömmu eftir að þær fréttir brutust út að leiðtogaráð Evrópusambandsins hafði samþykkt að gera Úkraínu og Moldóvu formlega að umsóknarríkjum. Sagði Selenskí að Úkraína hefði beðið í þrjátíu ár eftir þessum tíðindum. Úkraína hefur á undanförnum árum reynt að halla sér nær Vesturlöndunum. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að Úkraína sendi inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Nú þegar stofnanir Evrópusambandsins hafa formlega viðurkennt umsókn Úkraínu geta viðræður um inngöngu hafist. Þær munu þó taka sinn tíma. Engu að síður virtist Selenskí afar kátur í myndbandinu. „Við getum sigrað óvininn, endurbyggt Úkraínu, gengið í Evrópusambandið. Og þá getum við hvílst,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Moldóva Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu. 23. júní 2022 18:58 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu. 23. júní 2022 18:58
Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52