Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2022 15:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur. Vísir/Arnar Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg. Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg.
Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira