Íslendingar slá alls konar met í ferðalögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júní 2022 21:01 Íslendingar eru að slá öll met í ferðalögum til útlanda og í fjölda gistinátta innanlands. Forstjóri Icelandair telur að tafir á flugvöllum víða um heim vegna manneklu lagist ekki fyrr en í vetur. Sumarið er komið og það er farið að hægjast á öllu samfélaginu. Fólk er komið í sumarfrí og fáir á ferli um götur bæjarins. Það virðist sem svo að stór hluti Íslendinga sé kominn til útlanda og þeir sem ekki eru farnir eru líklega á leið þangað. Þetta styðja tölur Ferðamálastofu. Síðasti maímánuður var metmánuður þegar kemur að brottförum Íslendinga frá landinu. Og það eftir tvö verstu sumur í þeim efnum í manna minnum. Og það sama virðist eiga við um júnímánuð. Það sem af er mánuði eru brottfarir Íslendinga til útlanda um 70 þúsund, og allar líkur á að þær verði fleiri en árið 2018 þegar þær fóru upp í rúm 71 þúsund. „Það er mjög mikil eftirspurn á íslenska markaðnum og bara á öllum okkar marköðum sem er mjög ánægjulegt eftir þetta langa Covid-ástand. Og mikill ferðaþorsti á meðal Íslendinga,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hvert fara Íslendingar? Samkvæmt upplýsingum frá Play eru vinsælasti áfangastaður Íslendinga Tenerife. Næstvinsælast er að fljúga til Alicante á Spáni, þá til Kaupmannahafnar, Barselóna og loks Lissabon. Icelandair flýgur einnig mest með Íslendinga til Tenerife og Alicante. Nice líka mjög vinsæll áfangastaður og borgarferðir til London og Parísar eru alltaf vinsælar. Tenerife og Alicante tróna á toppnum yfir vinsælustu áfangastaði Íslendinga. Vandamálið leysist líklega ekki fyrr en í vetur Eftir lægðina í fluggeiranum í faraldrinum hefur þó myndast alþjóðlegt vandamál á flugvöllum heimsins. „Truflanir eru mjög miklar á flugvöllum úti í heimi og það hefur áhrif. En okkur hefur gengið ágætlega að komast í gegn um þetta og okkar frábæra starfsfólk er að vinna þrotlaust starf,“ segir Bogi. Bogi Nils er ekki bjartsýnn á að hið alþjóðlega vandamál vegna manneklu á flugvöllum leysist fyrr en í vetur.vísir/egill Skortur á starfsfólki eftir faraldurinn er helsta vandamálið á flugvöllunum. „Það hefur ekki gengið nógu vel alls staðar að ráða fólkið til baka og þetta fer mjög hratt af stað, mun hugsanlega jafna sig eitthvað í vetur. En ástandið mun lagast og verða eðlilegt aftur. Það liggur alveg fyrir,“ segir Bogi. Undarleg fjölgun gistinátta En það er ekki nóg með að Íslendingar séu duglegir að ferðast til útlanda. Þeir virðast einnig hafa verið að ferðast mjög mikið innanlands ef marka má tölur hagstofunnar um fjölda gistinátta sem Íslendingar hafa keypt sér hjá íslenskum hótelum. Síðustu fimm ár hafa þær verið í kring um 200 þúsund á fyrsta ársfjórðungi. En í ár verður meira en tvöföldun á þessu og gistinæturnar frá janúar og út aprílmánuð voru rúmlega 416 þúsund í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu þótti þessi aukning svo ótrúleg að Hagstofan hefur verið að fara yfir þær á ný. Þar finnst þó engin villa í útreikningunum. Kristófer Oliversson, eigandi Center hótela og formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, segist finna vel fyrir aukningu á íslenskum gestum en þó ekki svo rosalegri eins og Hagstofan hefur reiknað út. „Við finnum fyrir aukningu og við þökkum því nú bara að Íslendingar hafi lært að meta hótelin á Íslandi núna í Covid, þeir séu farnir að þekkja þau. Hugsanlega eru einhverjir með gjafabréf, sem þeir eru að keppast við að klára eða eitthvað slíkt. En jú, jú, við finnum fyrir verulegri aukningu hjá Íslendingum,“ segir Kristófer. Kristófer segir jafn gaman að kíkja á íslenskt hótel og á hótel á Tenerife.vísir/ívar Hann er þó ekki bjartsýnn á að þessi gríðarlegi fjöldi Íslendinga á íslenskum hótelum haldist í sumar. „Væntanlega dregur nú heldur úr þessu í sumar. Er ekki góður hluti af þjóðinni núna á Tene? En við væntum þess að þetta haldi bara næsta vetur, menn séu búnir að kynnast möguleikunum og uppbyggingunni. Það er ekkert síðra að skreppa á hótel hérna í Reykjavík eða á Suðurlandinu, Norðulandinu eða Austurlandinu heldur en á Tene,“ segir Kristófer. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sumarið er komið og það er farið að hægjast á öllu samfélaginu. Fólk er komið í sumarfrí og fáir á ferli um götur bæjarins. Það virðist sem svo að stór hluti Íslendinga sé kominn til útlanda og þeir sem ekki eru farnir eru líklega á leið þangað. Þetta styðja tölur Ferðamálastofu. Síðasti maímánuður var metmánuður þegar kemur að brottförum Íslendinga frá landinu. Og það eftir tvö verstu sumur í þeim efnum í manna minnum. Og það sama virðist eiga við um júnímánuð. Það sem af er mánuði eru brottfarir Íslendinga til útlanda um 70 þúsund, og allar líkur á að þær verði fleiri en árið 2018 þegar þær fóru upp í rúm 71 þúsund. „Það er mjög mikil eftirspurn á íslenska markaðnum og bara á öllum okkar marköðum sem er mjög ánægjulegt eftir þetta langa Covid-ástand. Og mikill ferðaþorsti á meðal Íslendinga,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hvert fara Íslendingar? Samkvæmt upplýsingum frá Play eru vinsælasti áfangastaður Íslendinga Tenerife. Næstvinsælast er að fljúga til Alicante á Spáni, þá til Kaupmannahafnar, Barselóna og loks Lissabon. Icelandair flýgur einnig mest með Íslendinga til Tenerife og Alicante. Nice líka mjög vinsæll áfangastaður og borgarferðir til London og Parísar eru alltaf vinsælar. Tenerife og Alicante tróna á toppnum yfir vinsælustu áfangastaði Íslendinga. Vandamálið leysist líklega ekki fyrr en í vetur Eftir lægðina í fluggeiranum í faraldrinum hefur þó myndast alþjóðlegt vandamál á flugvöllum heimsins. „Truflanir eru mjög miklar á flugvöllum úti í heimi og það hefur áhrif. En okkur hefur gengið ágætlega að komast í gegn um þetta og okkar frábæra starfsfólk er að vinna þrotlaust starf,“ segir Bogi. Bogi Nils er ekki bjartsýnn á að hið alþjóðlega vandamál vegna manneklu á flugvöllum leysist fyrr en í vetur.vísir/egill Skortur á starfsfólki eftir faraldurinn er helsta vandamálið á flugvöllunum. „Það hefur ekki gengið nógu vel alls staðar að ráða fólkið til baka og þetta fer mjög hratt af stað, mun hugsanlega jafna sig eitthvað í vetur. En ástandið mun lagast og verða eðlilegt aftur. Það liggur alveg fyrir,“ segir Bogi. Undarleg fjölgun gistinátta En það er ekki nóg með að Íslendingar séu duglegir að ferðast til útlanda. Þeir virðast einnig hafa verið að ferðast mjög mikið innanlands ef marka má tölur hagstofunnar um fjölda gistinátta sem Íslendingar hafa keypt sér hjá íslenskum hótelum. Síðustu fimm ár hafa þær verið í kring um 200 þúsund á fyrsta ársfjórðungi. En í ár verður meira en tvöföldun á þessu og gistinæturnar frá janúar og út aprílmánuð voru rúmlega 416 þúsund í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu þótti þessi aukning svo ótrúleg að Hagstofan hefur verið að fara yfir þær á ný. Þar finnst þó engin villa í útreikningunum. Kristófer Oliversson, eigandi Center hótela og formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, segist finna vel fyrir aukningu á íslenskum gestum en þó ekki svo rosalegri eins og Hagstofan hefur reiknað út. „Við finnum fyrir aukningu og við þökkum því nú bara að Íslendingar hafi lært að meta hótelin á Íslandi núna í Covid, þeir séu farnir að þekkja þau. Hugsanlega eru einhverjir með gjafabréf, sem þeir eru að keppast við að klára eða eitthvað slíkt. En jú, jú, við finnum fyrir verulegri aukningu hjá Íslendingum,“ segir Kristófer. Kristófer segir jafn gaman að kíkja á íslenskt hótel og á hótel á Tenerife.vísir/ívar Hann er þó ekki bjartsýnn á að þessi gríðarlegi fjöldi Íslendinga á íslenskum hótelum haldist í sumar. „Væntanlega dregur nú heldur úr þessu í sumar. Er ekki góður hluti af þjóðinni núna á Tene? En við væntum þess að þetta haldi bara næsta vetur, menn séu búnir að kynnast möguleikunum og uppbyggingunni. Það er ekkert síðra að skreppa á hótel hérna í Reykjavík eða á Suðurlandinu, Norðulandinu eða Austurlandinu heldur en á Tene,“ segir Kristófer.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira