Niðurskornar Íslandsdætur Einar Steinn Valgarðsson skrifar 12. júlí 2022 22:01 Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld. Það gladdi mig því í fyrstu í þegar ég sá nýverið í Pennanum Eymundsson að bókin væri komin út á ensku, einnig útgefin af Sölku. Það olli hins vegar nokkrum vonbrigðum að enska útgáfan er umtalsvert rýrari í roðinu og að umfjöllunin um Jórunni ömmu mína er til að mynda ekki í bókinni. Má þó segja að amma sé þar í góðum hóp, því það munar heilum 18 konum á bókunum. Konurnar sem sleppt var í ensku útgáfunni eru eftirfarandi: Halldóra Guðbrandsdóttir, Látra-Björg, Vilhelmína Lever, Þóra Melsteð, Júlíana Jónsdóttir, Torfhildur Hólm, Ólafía Jóhannsdóttir, Frú Stefanía, Auður Auðuns, Jórunn Viðar, Margrét Guðnadóttir, Erna Hjaltalín, Guðrún Helgadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Katrín Jakobsdóttir, Vala Flosadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir. Ástæðan fyrir þessari skerðingu þykir mér líklegust að sé að styttri útgáfa sé talin söluvænlegri. Það að íslenska útgáfan sé í harðspjaldi en sú enska ekki virðist líka styðja þá tilgátu. Engu að síður er þetta leitt að sjá. Hinir enskumælandi lesendur sitja uppi með rýrari bók, auk þess sem þetta er súrt í broti gagnvart öllum þeim góðu konum sem ekki fengu inni í ensku útgáfunni. Þess má svo geta að túristadeildin í Eymundsson er þegar með fjölda bóka sem eru mun þykkari og þyngri en þessi, og seljast þær þó ágætlega. Nú get ég vissulega ekki svarað fyrir erlenda ferðamenn, en hvað sjálfan mig varðar veit ég allavega að ef ég væri á ferðalagi og sæi áhugaverða bók, þá myndi ég síður vilja að hún væri skert í samanburði við frumútgáfuna, og kysi þá fremur meiri fróðleik en minni. Höfundur er bóksali og þýðandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun