„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 12:13 Breskur maður kælir sig niður á Trafalgar torgi í Lundúnum í morgun. AP/Aaron Chown Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira