Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:43 Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana við Yosemite. AP/Ethan Swope Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. „Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39