Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 11:58 Lee Jae-yong er gífurlega áhrifamikill í Suður-Kóreu. EPA/KIM MIN-HEE Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap. Suður-Kórea Samsung Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap.
Suður-Kórea Samsung Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira