Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. ágúst 2022 14:31 Armin Weigel/GettyImages Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf. Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf.
Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira