Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. ágúst 2022 14:31 Armin Weigel/GettyImages Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf. Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf.
Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira