Á sandi byggði heimskur maður hús Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2022 18:02 Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar