Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 20:17 Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Haraldur Noregskonungur, Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl Gústaf Svíakonungur og Sauli Niinistö Finnlandsforseti. Kongehuset/Keld Navntoft Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira