Takk fyrir ekkert Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. september 2022 20:00 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjárlagafrumvarp 2023 Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun