Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 08:42 Eldflaugarnar eru sagðar vera svar við eldflaug Norður-Kóreu frá því í gær. Getty Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022 Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022
Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira