Flugu herþotum að Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 12:25 Þrjátíu herþotur voru sendar til móts við tólf þotur frá Norður-Kóreu. AP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast. Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast.
Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12