Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:06 Hvítrússinn Ales Bialiatski hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu. EPA Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38