Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 11:20 Harvey Weinstein í réttarsal í Los Angeles í síðustu viku. AP/Etienne Laurent Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43