Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2022 12:23 Baldur Þórhallsson segir að flest benda til þess að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Breta. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Helsti keppinautur Sunaks um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli hans og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag til þess að hægt verði að kjósa á milli þeirra innan þingflokksins. Takist aðeins einum að ná hundrað stuðningsmönnum verður sá hinn sami sjálfkjörinn. Sunak hefur þegar náð í hundrað áttatíu og fimm en Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins tæplega þrjátíu yfirlýsta stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt og héldu stuðningsmenn hennar því fram fyrir hádegi að hún væri komin með níutíu, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Baldur Þórhallsson prófessor í Stjórnmálafræði við háskóla Íslands segir að staðan hafi verið sú í Bretlandi að Íhaldsflokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur ríkt algjört upplausnarástand í breskum stjórnmálum vegna óeiningar innan breska Íhaldsflokksins. Þeim hefur bæði greint á um hver eigi að leiða þá en einnig hefur verið grundvallar ágreiningur um stefnuna sem ríkisstjórnin á að vera með.“ Líklegri en aðrir til að ná að sameina flokkinn Baldur segir allt benda til þess að Sunak verði næsti formaður en stóra spurningin sé hvort hann nái að sameina flokkinn. „Hann hefur heilmikinn stuðning innan flokksins, mun meiri en Boris Johnson hafði á síðustu mánuðum sínum í embætti og meiri en Liz Truss hafði. Hann er ekki eins sterkur hjá grasrót flokksins en hann er kannski líklegri en aðrir til að sameina flokkinn eins og hægt er.“ Baldur segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það vandasama verkefni að lægja öldurnar og rétta af þjóðarskútuna. „Það sem ég held að við munum sjá næstu mánuðum og fram að næstu kosningum, ef svo fer að Sunak verði næsti leiðtogi og forsætisráðherra, að þá verði verulegur niðurskurður í breska velferðarkerfinu og jafnvel einhverjar skattahækkanir til þess að ná ríkisfjármálunum saman,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira