Katrín aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 17:58 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Katrín hafnar því í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi. Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum. Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58