Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. nóvember 2022 16:47 Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt. Getty Images Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt. Spánn Skordýr Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Plágurnar virðast herja hvað mest á höfuðborgarbúa á Spáni, áætlað er að um 70% fjölgun hafi orðið á milli ára í Madrid frá því í fyrrahaust. Sumar rottanna eru á stærð við ketti Viðmælendur El País segja að rotturnar séu nú einnig á ferli í dagsbirtu og að margar þeirra séu á stærð við ketti. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði meindýraeyðslu segir að í síðasta mánuði hafi rottum og kakkalökkum fjölgað sem aldrei fyrr, nánast um allt land og nú sé þessi meindýr að finna út um allt, á heimilum, í verslunum og á veitingahúsum. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtækið fékk 17.000 beiðnir vegna rotta og kakkalakka í fyrra, en á þessu ári eru þær nú þegar orðnar tæplega 30.000. Getty Images Rotturnar fara inn í íbúðir fólks Aðrar borgir þar sem rottum og kakkalökkum hefur fjölgað mikið, eða á milli 50 og 70%, eru Valencia, Barcelona, Málaga og Sevilla, allar á meðal stærstu borga Spánar. Einn versti faraldurinn herjar á íbúa í La Fuensanta hverfinu í Valencia. Þar búa 3.700 manns í félagslegu húsnæði og segja íbúarnir að rotturnar séu bókstaflega út um allt. Þær fari inn í húsin í gegnum fráveitukerfin, eða klifra hreinlega upp tré og stökkva þaðan inn í íbúðir fólks. Uppi varð fótur og fit í sumar þegar myndband var birt á TikTok þar sem sjá mátti tugi rotta spígspora um Katalóníutorg í Barcelona að kvöldi til. Borgarstjórn brást skjótt við, eitraði allt torgið og það virðist hafa borið góðan árangur. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur daglegt eftirlit með 2.400 stöðum í borginni og eitrar fyrir rottum á 4.000 stöðum. Borgaryfirvöld í Madrid staðhæfa að enginn kakkalakkafaraldur ríki í borginni, þrátt fyrir tölur meindýraeyða um hið gagnstæða og þau neita að svara spurningum um rottugang í borginni. Getty Images Miklir hitar og þurrkar ýta undir fjölgun Helsta ástæða fjölgunar þessara skaðræðisskepna má rekja til óvenjulegs tíðafars, mikils hita og mikilla þurrka. Miklir hitar hafa ríkt í allt haust og árið er það heitasta síðan mælingar hófust, og það 4. þurrasta. Þá virðast rotturnar hafa fært sig upp á skaftið undir Covid-faraldrinum. Þegar fátt fólk var á ferli, þá færðust rotturnar í aukana og voru meira á ferli út um allt. Samtímis var mun minna eitrað á þeim tíma en gert er alla jafna. Þá segja meindýraeyðar að rotturnar verði æ ónæmari fyrir því eitri sem dreift er til þess að drepa þær. Svarti kakkalakkinn er útbreiddur á Spáni.Getty Images Bera með sér fjölda sjúkdóma Rottur og kakkalakkar eru ekki bara pirrandi eða ófýsilegir sambýlingar mannfólksins. Þessi dýr bera með sér fjölda sjúkdóma á borð við salmonellu, lifrarbólgu, holdsveiki, kýlapest, hundaæði og taugaveiki, svo eitthvað sé nefnt.
Spánn Skordýr Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent