Skellt í lás í Siglunesi? – Tengsl barna og náttúru í höfuðborg Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar 5. desember 2022 07:30 Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siglingaíþróttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun