Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 14:25 Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, í Ramstein í dag. AP/Michael Probst Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023 Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira