Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 14:25 Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, í Ramstein í dag. AP/Michael Probst Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023 Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Pistorius sagði að ekki væri búið að ná samkomulagi um málið en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi skriðdrekasendingar sem Úkraínumenn segja mikilvægar fyrir komandi átök með vorinu. Bretar ætla að senda fjórtán Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu og yfirvöld Í Frakklandi eru sögð íhuga að senda Leclerc skriðdreka sína einnig. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki viljað senda skriðdreka til Úkraínu nema Bandaríkjamenn geri það einnig. Leopard skriðdrekarnir þykja þó hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar eru taldir í notkun í þrettán ríkjum Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn hafa sagst tilbúnir til að senda skriðdreka til Úkraínu eru Pólland, Finnland, Tékkland og Slóvakía. Pólverjar hafa gengið hvað harðast fram í að fá að senda skriðdreka til Úkraínu en Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að til greina kæmi að gera það án leyfis frá Þjóðverjum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Pistorius sagði að Pólverjar gætu byrjað að þjálfa úkraínska hermenn á Leopard skriðdrekana, vilji þeir gera það. Hann sagði þó að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þyrfti að taka ákvörðun varðandi beiðnir annarra ríkja um að fá að senda skriðdreka. Eins og bent er á í frétt Politico hafa þýskir embættismenn hlaupið eins og kettir í kringum heitan graut varðandi þessa ákvörðun og hafa skilaboðin frá Berlín á köflum verið þversagnarkennd. Þó öll spjót beinist að Þjóðverjum vildi Pistorius þó ekki meina að þeir væru einangraðir í þessu máli. Hann hélt því fram að Þýskaland stæði ekki í vegi annarra ríkja heldur væru allir að velta vöngum yfir kostum og göllum þess að útvega Úkraínumönnum skriðdreka. Þá hét Pistorius því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu, sem hefur verið umfangsmikill hingað til. #Ramstein: Verteidigungsminister Pistorius stellt klar "Deutschland wird nicht aufhören die #Ukraine zu unterstützen!". Weitere Unterstützungsmaßnahmen sind in Vorbereitung. Der Minister gab heute zudem den konkreten Prüfauftrag zur Verfügbarkeit von Kampfpanzern. pic.twitter.com/XATaoNT46z— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 20, 2023
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Bandaríkin Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent