Talið er að mennirnir hafi verið saman að skíða utanbrautar í fjallinu. Þeir fundust báðir látnir í morgun.
Mikið er um snjó í fjöllum á svæðinu og hafa yfirvöld varað við snjóflóðum. Mikið kuldakast var þar í síðustu viku sem fyllti fjöllin.
Nagano-hérað er afar vinsælt skíðasvæði á veturna, bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram árið 1998 og áttu Íslendingar þar sjö keppendur. Sveinn Brynjólfsson lenti þar í 25. sæti í svigi.