Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 10:40 Sunak tók á móti Selenskí á flugvellinum. Instagram Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47