Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2023 15:01 Las Ventas í Madrid er stærsti nautaatshringur Spánar. Francisco Guerra/Getty Images Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum. Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við. Spánn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við.
Spánn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira