Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 22:53 Gwyneth Paltrow í dómsal í Utah. AP/Jeff Swinger Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03
Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06
Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“