Samkvæmt BBC er um að ræða í fyrsta skipti sem breska konungsfjölskyldan kallar Kamillu drottningu. Heimildarmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að tala um Kamillu sem eiginkonu konungs eftir andlát Elísabetar drottningar til að valda ekki ruglingi. Nú sé þó kominn tími til að tala um hana sem drottningu þar sem einungis mánuður er í að Karl verði krýndur konungur.

Rétt rúmt ár er síðan Elísabet drottning tjáði sig um titil Kamillu sem þá var kölluð eiginkona prinsins (e. princess consort). Elísabet sagði þá að Kamilla skyldi vera þekkt sem eiginkona konungsins. Sem fyrr segir er hún þó núna kölluð einfaldlega drottning.